Sony kynnir nýja MP3-spilara með sérstaklega góðum rafhlöðum

Ung stúlka með NW-S700F spilarann frá Sony.
Ung stúlka með NW-S700F spilarann frá Sony. AP

Jap­anski tækn­iris­inn Sony kynnti í dag fimm nýja MP3-spil­ara, en fyr­ir­tækið hef­ur átt und­ir högg að sækja á þeim markaði sök­um gríðarlegra vin­sælda iPod splar­anna frá Apple. Meðal nýj­unga í spil­ur­un­um frá Sony er sér­stök tækni sem minnk­ar ut­anaðkom­andi hljóð til mik­illa muna. Þá eru sér­stak­lega góðar raf­hlöður í nýju spil­ur­un­um, en mögu­legt er að hlusta á um þrjár klukku­stund­ir af tónlist eft­ir aðeins þriggja mín­útna hleðslu, og allt að 50 klukku­stund­ir eft­ir tveggja klukku­stunda langa hleðslu.

„Við höf­um fulla trú á þess­um miklu hljóðgæðum sem er okk­ar tromp. Við vilj­um auka markaðshlut­deild okk­ar í MP3-spil­ur­um sem er nú um 20% í Jap­an,“ sagði Kiyos­hi Shikano, einn af yf­ir­mönn­um Sony í Jap­an. Nýju spil­ar­arn­ir verða í fyrstu fá­an­leg­ir í fjór­um lit­um og munu kosta frá um 150 doll­ur­um, rúm­lega 10.000 krón­um.

Sony hef­ur gert ýms­ar til­raun­ir til þess að skáka iPod spil­urn­um og sem dæmi má nefna að í fyrra setti fyr­ir tækið á markað spil­ara sem leit út eins og sæl­gæti úr hlaupi.

Árið 1979 setti Sony hinn gríðarlega vin­sæla „Walkm­an“ á markað, en um var að ræða bylt­ing­ar­kennt lítið kasettu­tæki sem hægt var að taka með sér hvert sem er. Fyr­ir­tækið hef­ur hins veg­ar ekki náð sér á strik í fram­leiðslu MP3-spil­ara þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. Í sept­em­ber á síðasta ári var 10.000 manns sagt upp hjá fyr­ir­tæk­inu í kjöl­far þess að til­kynnt var um mikið tap á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert