Einn milljarður manna of þungur

Offita er ört vaxandi vandamál á Vesturlöndum.
Offita er ört vaxandi vandamál á Vesturlöndum. mbl.is

Um það bil einn milljarður manna er of þungur, en það nemur um það bil einum sjötta af heimsbyggðinni. Til samanburðar má nefna að 800 milljónir manna þjást af vannæringu. Um það bil 2.000 sérfræðingar koma saman á ráðstefnu um offitu sem fer fram í Boston í Bandaríkjunum um helgina, en að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er ástandið orðið það slæmt að hægt er að tala um heimsfaraldur í því sambandi.

Í Bandaríkjunum þjást um það bil 30% íbúanna af offitu, um 60 milljónir manna. Í Evrópu er hlutfallið hæst í Bretlandi, eða um 23%, en 12% í Þýskalandi, 10% í Frakklandi og 8% á Ítalíu.

Að mati sérfræðinga er sérstök ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukinni offitu á meðal barna, sem eykst með hverju árinu sem líður í mörgum löndum.

Sem dæmi má nefna að í Portúgal þjást rúmlega 30% barna af offitu, sem er þreföldun á tíu árum. Að mati Antonio Correia de Campos, heilbrigðisráðherra þar í landi, mun helmingur Portúgala þjást af offitu árið 2050 ef fram heldur sem horfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert