Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft gaf í dag út nýja útgáfu Internet Explorer vafrans fyrir Windows stýrikerfið. Er þetta í fyrsta sinn í fimm ár sem ný útgáfa vafrans er gefin út. Meðal nýjunga er bætt öryggismál og nýtt útlit, en auk þess er hægt að skoða síður í flipum í stað nýrra glugga, líkt hægt hefur verið í Firefox vafranum um skeið.
Þá er í vafranum tæki til að sérsníða prentun vefsíðna, t.a.m. með því að breyta leturstærð.
Internet Explorer 7 er hægt að sækja endugjaldslaust af vefsíðum Microsoft.