Forstöðumaður norskrar sýningar sem fjallar um samkynhneigð dýra segir að sýningunni hafi verið vel tekið, þrátt fyrir að vísar hafi verið fyrir því í upphafi að henni yrði harðlega mótmælt. Sýningin opnaði í Náttúrusögusafninu í Ósló í síðustu viku og að sögn forsvarsmanna safnsins hefur aðsókn verið góð, ekki síst meðal fjölskyldufólks.
Skipuleggjendur sýningarinnar greindu frá því að sýningunni hafi verið mótmælt snemma, en einn mótmælenda sagði að þeir muni „brenna í helvíti“.
Hinsvegar er áhugi fólk mikill á hegðun dýra sem að sögn safnsins er mjög algeng.
Safnið segir að samkynhneigð hafi verið greind hjá um 1.500 dýrategundum og hjá um 500 þeirra hafi hún verið skráð með ítarlegum hætti.
Í sýningunni, sem ber heitið Against Nature?, má sjá ljósmyndir af einum karl gíraffa fara upp á annan karl gíraffa, apa örva félaga sína af sama kyni og tvo kynferðislega örvaða sléttbaka nudda utan í hvor öðrum.
„Samkynhneigð er algeng og útbreitt fyrirbrigði í dýraheiminum,“ segir í yfirlýsingu frá safninu.
„Ekki bara kynferðissambönd sem vara í skamman tíma heldur jafnvel langtímasambönd; sambönd sem vara út ævina.“ Safnið segir að þetta sé fyrsta sýningin í heiminum sem tekur á máli sem hefur verið bannorð áður fyrr.