Önnur opinbera útgáfa vafrans Firefox kemur út á morgun, en vafrinn hefur verið í þróun síðastliðin tvö ár. Vafrinn er smár í sniðum, telur aðeins 5 megabæti og verður fáanlegur á 39 tungumálu. Meðal nýjunga í vafranum eru varnir gegn vefsíðum sem villa á sér heimildir og endurbætt útlit, auk þess sem hann endursækir sjálfkrafa vefsíður og upplýsingar úr formum ef tölvan hrynur meðan unnið er í vafranum.
Þá mun vafrinn hafa fengið andlitslyftingu auk þess sem leitarvélarstjórinn hefur verið bættur.
Tæp vika er síðan Microsoft gaf út sjöundu útgáfu vafrans Internet Explorer, fimm árum eftir útgáfu sjöttu útgáfunnar.