Vefsetrin á netinu orðin 100 milljón talsins

YouTube er ein af 100 milljón vefsíðum sem eru í …
YouTube er ein af 100 milljón vefsíðum sem eru í gangi í netinu. Reuters

Netcraft, sem er fyrirtæki sem hefur fylgst með þróuninni á netinu frá árinu 1995, segir að nú í lok október hafi náðst risavaxinn áfangi í sögu netsins, þ.e. þegar 100 milljónasta vefsetrið leit dagsins ljós, fréttavefur CNN segir frá þessu.

„Nú eru í gangi 100 milljón vefsetur með lénanöfnum og efni á þeim,“ sagði Rich Miller hjá Netcraft.

Bloggarar, lítil fyrirtæki, og einfaldleiki eru ástæður þess að gríðarleg aukning hafi verið smíði vefsíðna, en mikið af aukningunni má rekja til seinustu tveggja ára.

„Niðurstaðan er sú að það er mun auðveldara að búa til vefsíður nú á dögum, og það er afar auðvelt að græða með hjálp vefsíðna,“ segir Miller.

Netcraft notar nöfn léna til þess að tilgreina vefsetur, kanna hversu mörg þeirra eru á tilteknum stað, s.s. hvaða stýrikerfi eru á bak við þær og þann vefþjón sem þær keyra. Netcraft birtir svo niðurstöður sínar í hverjum mánuði.

Þegar Netcraft, sem er staðsett í Bath á Englandi, hóf að fylgjast með vefsetrum í ágúst árið 1995, voru aðeins 18.000 í gangi. Í maí árið 2004 brutust þær í gegnum 50 milljón vefsetra múrinn, og nú, 30 mánuðum síðar, eru þau orðin 100 milljónir talsins.

Að sögn Netcraft er vaxtakippurinn mestur í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína, Suður-Kóreu og Japan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert