Hreint vetni ekki fýsilegur kostur

Hreint vetni getur aldrei orðið undirstaða eldsneytis fyrir bíla að mati Baldurs Elíassonar, sem lengi var yfirmaður umhverfismatssviðs stórfyrirtækisins ABB. „Hreint vetni er gas, lofttegund sem inniheldur mjög litla orku á hvern kúbikmetra. Jafnvel þótt því væri þjappað niður í tvö hundruð sinnum meiri þrýsting en í venjulegu andrúmslofti þá er orkan í vetninu hreinlega of lítil til að það borgi sig,“ segir Baldur í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu á morgun.

Bendir hann á að yrðu allar bensínstöðvar á Íslandi að vetnisstöðvum þyrfti að 21-falda þann fjölda flutningabíla sem í dag keyra eldsneytið á milli staða.

Sem vænlegan kost nefnir Baldur þann möguleika að binda koltvísýring og vetni þannig að úr verði metanól, sem hafi mjög svipaða eiginleika og bensín. Metanól sé mun orkuríkara en vetnið auk þess sem þessi aðferð bjóði upp á endurvinnslu koltvísýrings sem er talinn er til gróðurhúsalofttegunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert