Sænskir vísindamenn segjast ekki telja að sérlega mikil hætta stafi af því að ökumenn tali í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Hættan af þessu hafi verið stórlega ofmetin, samkvæmt rannsóknarniðurstöðum.
Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten
Svíarnir tóku kvikmyndir af ökumönnum sem töluðu í farsíma án handfrjáls búnaðar á meðan þeir óku, og segja að ökumennirnir hafi hagað akstrinum og símtalinu í samræmi við aðstæður í umferðinni.
Til dæmis hafi ökumenn beðið með að hringja þar til þeir þurftu að aka hægt, en það dragi verulega úr hættunni.
Svíarnir segja að þótt vissulega hafi rannsókn sín verið ákveðnum takmörkunum háð, en þeir telji engu að síður að ekki sé hægt að hafna niðurstöðunum.