Bera síróp á norska vegi

Norska vega­gerðin ætl­ar í des­em­ber að gera til­raun­ir með að bera síróp, unnið úr maís, á norska vegi til að eyða hálku. Síróp af þessu tagi hef­ur verið notað á vegi í ná­grenni Toronto í Kan­ada und­an­far­in tvö ár með góðum ár­angri.

Að sögn norska net­fjöl­miðils­ins Netta­visen hafa norsk stjórn­völd leitað leiða til að draga úr notk­un salts til að eyða hálku á veg­um en saltið hef­ur marg­ar óheppi­leg­ar auka­verk­an­ir, þar á meðal aukna ryðmynd­un í bíl­um.

Netta­visen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert