Norska vegagerðin ætlar í desember að gera tilraunir með að bera síróp, unnið úr maís, á norska vegi til að eyða hálku. Síróp af þessu tagi hefur verið notað á vegi í nágrenni Toronto í Kanada undanfarin tvö ár með góðum árangri.
Að sögn norska netfjölmiðilsins Nettavisen hafa norsk stjórnvöld leitað leiða til að draga úr notkun salts til að eyða hálku á vegum en saltið hefur margar óheppilegar aukaverkanir, þar á meðal aukna ryðmyndun í bílum.
Nettavisen