Universal Music stefnir MySpace

Hljóm­plötu­út­gáf­an Uni­versal Music Group hef­ur stefnt netsvæðinu MySpace og seg­ir að netsvæðið hvetji not­end­ur til að skipt­ast á tón­list­ar­skrám og tón­list­ar­mynd­bönd­um með ólög­leg­um hætti. Sak­ar Uni­versal MySpace um að leyfa al­menn­ingi að sækja mynd­bönd með ólög­leg­um hætti og veita aðgang að tækni sem ger­ir not­end­um kleift að skipt­ast á slík­um skrám.

MySpace seg­ist fara að lög­um og seg­ir að mála­rekst­ur Uni­versal sé til­hæfu­laus. Seg­ir fyr­ir­tækið, að það hafi farið að fullu og öllu eft­ir höf­und­ar­rétt­ar­lög­um. Seg­ir MySpace að not­end­ur geti skipst á eig­in höf­und­ar­verk­um en séu ekki hvatt­ir til að brjóta höf­und­ar­rétt annarra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka