Karlmenn kvarta meira

Karlmenn kvarta meira undan veikindum en konur
Karlmenn kvarta meira undan veikindum en konur Sverrir Vilhelmsson

Það er kominn tími til að leiðrétta gamlan misskilning. Konur eru ekki veikara kynið. Ný bresk rannsókn sýnir í öllu falli að karlar kvarta mun meira undan veikindum en þær.

Og ekki er nóg með að þeir kveini meira. Fjarvistir þeirra frá vinnu eru meiri og sömuleiðis eyða þeir meiri fjármunum í flensulyf en kvenþjóðin, samkvæmt sömu rannsókn sem Aftenposten greinir frá á heimasíðu sinni.

Um 2.000 manns tóku þátt í rannsókninni og staðhæfðu 64% karlanna að veirupest hefði herjað á þá síðastliðinn vetur en aðeins

45% kvennanna kvörtuðu undan því sama.

"Mannflúensan" skæð í nóvember

Sjálfir segjast þeir vera viðkvæmari fyrir inflúensusmiti og þeir taka sér líka lengri tíma til að ná heilsu á ný. Að meðaltali vörðu þeir þremur dögum í rúminu (eða sófanum) þegar þeim fannst þeir vera veikir meðan konurnar náðu heilsu á einum og hálfum degi.

Þá fjárfestu karlmennirnir oftar í lyfjum en konurnar og vörðu jafnframt meira fé til að kaupa á alls kyns meðölum. Að meðaltali voru útgjöld þeirra vegna flensulyfja 18,34 pund eða 2.447 krónur en konurnar létu 12,03 pund eða 1.605 krónur nægja.

Reyndar er nóvember versti mánuðurinn fyrir "mannflúensu" eins og breska karlaritið Nuts hefur nú skýrt sjúkdóminn. Fjórir af fimm karlkyns Bretum telja gáfulegasta ráðið að skríða undir sæng þegar þeim finnst þeir vera veikir og bíða þess að ná heilsu á ný meðan tveir þriðju hlutar kvennanna telja besta ráðið felast í því að halda sér virkum og gangandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert