Frá árinu 1990 hefur tekist að minnka útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá álveri Alcan á Íslandi um 70% fyrir hvert framleitt tonn áls. Þetta kom fram á fundi á vegum Samtaka atvinnulífsins um útstreymi frá álverum á Íslandi.
Það var Guðrún Þóra Magnúsdóttir, yfirmaður umhverfismála hjá Alcan, sem lýsti í máli og myndum þróun mála hjá fyrirtækinu undanfarin ár. Hvernig umhverfisstjórnun hefur til dæmis verið beitt til að lágmarka áhrif á umhverfið og hámarka um leið rekstrarlegan árangur, að því er segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.