Fyrirtækið MySpace.com, sem rekur samnefnt vefsetur tilkynnti í gær að þar á bæ væri verið að þróa tækni til að koma í veg fyrir að skráðir kynferðisafbrotamenn noti síðuna. Gögn um afbrotamennina verða borin saman við skrá yfir notendur og munu svo starfsmenn MySpace sjá um að ákveða hvort kerfið hafi fundið dæmdan afbrotamann þegar gögn stemma.
Kerfið notast við ýmsar upplýsingar, svo sem um hæð, aldur, þyngd og póstnúmer auk nafns. Notendum sem hafa hlotið dóm fyrir kynferðisafbrot verður svo bannað að heimsækja síðuna og eiga þar í samskiptum við aðra. Í viðeigandi tilvikum verður svo haft samband við yfirvöld.
Vefsvæðið hefur verið gagnrýnt fyrir það að öryggi barna sé ekki tryggt þar sem ekkert komi í veg fyrir að óheiðarlegt folk sigil þar undir fölsku flaggi.