Fornleifafræðingar á vegum Vatíkansins hafa opnað leið að steinkistu sem þeir telja að hafi að geyma jarðneskar leifar Páls postula. Gröfin er frá árinu 390, ef ekki eldri, og fannst í hvelfingu undir dómkirkju í Róm. Lengi hefur verið talið að gröf Páls væri í hvelfingunni, en altari kirkjunnar hefur hulið hana. Uppgröftur hófst 2002 og lauk í síðasta mánuði.
Frá þessu greinir fréttavefur BBC.
Fornleifafræðingar hafa undanfarin þrjú ár verið að grafa undir altarinu og færa til tvær stórar marmarablokkir, og nú sést steinkista Páls með berum augum í fyrsta sinn í 1.700 ár. Í hana er greftrað: Paulo Apostolo Mart, sem er latneska og þýðir Páll postuli píslarvottur. Steinkistan verður ekki hulin á ný, en ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði opnuð og innihaldið rannsakað.
Sagan segir að rómverski keisarinn Neró hafi látið hálshöggva Pál árið 65.