Ný tegund af brönugrasi uppgötvuð

Ný tegund af brönugrasi uppgötvaðist á fjallstindi í Suður Afríku. Blómið er af tegundinni Genus Disa og tilheyrir brönugrasaætt. Nýja brönugrasið (e. orchid) fannst nærri tindi fjallsins Sneeuberg í 2.026 metra hæð en fjallið er það hæsta í Cederberg fjallgarðinum.

Fyrst var tekið eftir nýja brönugrasinu og það myndað 2004 af þjóðgarðsverði en sérfræðingar áttu erfitt með að greina plöntuna og voru menn í grasafræðiheiminum ákaflega spenntir yfir þessum nýja fundi.

Fyrir um mánuði síðan fann svo leiðangur grasafræðinga um 40 eintök af þessu brönugrasi á fjallinu.

Flestar tegundir af brönugrasi sem vaxa í Suður Afríku blómstra einungis á fyrsta ári eftir sinuelda og það geta því liðið áratugir á milli þess sem blómstrandi eintök sjást í náttúrunni. En nýja brönugrasið þarf ekki eld til að blómstra. Blómið hefur fengið nafnið Disa linderiana í höfuðið á prófessor Peter Linder sérfræðingi við háskólann í Höfðaborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert