Annar inflúensufaraldur á borð við spænsku veikina gæti dregið 81 milljón manna til dauða

Óttast er að tugir milljóna manna gæti dáið ef jafn …
Óttast er að tugir milljóna manna gæti dáið ef jafn mannskæður veirusjúkdómur og spænska veikin myndi breiðast út. Reuters

Um 81 millj­ón manna gæti láta lífið í heim­in­um í dag ef jafn ban­vænn veiru­sjúk­dóm­ur og spænska veik­in, sem breidd­ist út árið 1918, myndi skjóta upp koll­in­um. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn.

Vís­inda­menn­irn­ir, sem unnu að rann­sókn­inni, komust að því að á bil­inu 51 til 81 millj­ón manna myndi deyja ef veir­an myndi breiðast út í dag, en töl­una fundu þeir með því að fara yfir dán­ar­töl­ur í gegn­um sög­una. Meðaltalið væri 62 millj­ón­ir.

Chris Mur­rey, hjá Har­vard há­skól­an­um sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, seg­ir það hafa komið sér á óvart hvað tal­an sé há. Hann hóf að rann­saka málið að hluta til vegna þess að hann trúði því að eldri full­yrðing­ar um að yfir 50 millj­ón­ir manna myndu láta lífið væru stór­lega ýkt­ar.

„Við bjugg­umst við að enda með tölu ein­hversstaðar á milli 15 og 20 millj­ón­ir,“ sagði Murry. „Það ligg­ur fyr­ir að við höfðum rangt fyr­ir okk­ur.“

Rann­sókn­in verður birt í vís­inda­tíma­rit­inu The Lancet sem kem­ur út á laug­ar­dag­inn.

Að minnsta kosti 40 millj­ón­ir manna um all­an heim lét­ust úr spænsku veik­inni árið 1918. Flensu­far­aldr­ar hafa hins­veg­ar verið afar mis­skæðir í gegn­um tíðina. Síðustu tveir, árin 1957 og 1968, voru frem­ur mild­ir. Sam­an­lagt lét­ust um þrjár millj­ón­ir manna úr veik­inni. Tvær millj­ón­ir árið 1957 og ein millj­ón árið 1968.

Mikl­ar vanga­velt­ur hafa verið í gangi varðandi það hversu marg­ir gætu lát­ist þegar næsti in­flú­ensu­far­ald­ur myndi hefjast. Töl­ur frá nokkr­um millj­ón­um yfir í hundruð millj­óna hafa verið nefnd­ar en ljóst er að aðeins verður um ágisk­an­ir að ræða þar til raun­veru­leg­ur far­ald­ur mun brjót­ast út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert