Öryggisgallar finnast í Windows Vista

Mynd af skjáborði Windows Vista stýrikerfisins.
Mynd af skjáborði Windows Vista stýrikerfisins. AP

Öryggisveikleikar hafa fundist í Windows Vista, nýju stýrikerfi Microsoft, sem sagt var vera það öruggasta sem búið hefði verið til. Hugbúnaðarfyrirtæki Determina Security Research í Kísildal í Kalíforníu sagðist í dag hafa bent Microsoft á nokkra veikleika sem tölvuþrjótar gætu nýtt sér til að ná valdi á einkatölvum.

Rússneskur tölvufræðingur sagðist einnig hafa fundið veikleika af svipaðri tegund.

Að sögn Determina en Microsoft að búa til öryggisbætur fyrir Vista, sem kom á markað fyrir fyrirtæki í lok nóvember og verður sett á markað fyrir almenning 30. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert