Vísindamenn agndofa yfir miklum orðaforða páfagauks með húmor

Vísindamenn kunna enga útskýringu á páfagauki sem hefur mikla samskiptahæfni og virðist þar að auki hafa skopskyn. Gaukurinn heitir N'kisi og orðaforði hans er upp á 950 orð og finnur hann sjálfur upp orð og orðtæki standi hann frammi fyrir nýjungum sem hann hefur ekki þegar lært orð yfir.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en fjallað er um fuglinn nýjasta þætti Wildlife Magazine á BBC.

Talið er að N'kisi sé eitt leiknasta dýr í heimi í notkun mannamáls. Orðaforði upp á 200 orð dugar til svo að segja alls lesturs á ensku, þannig að ef N'kisi væri læs gæti hann ráðið við mikið lesefni.

Hann notar orð í samhengi, í þátíð, nútíð og framtíð, og er uppáfinningasamur. Einnig virðist hann hafa húmor. Þegar hann sá annan páfagauk hanga á hvolfi á priki sagði hann: "Þennan fugl þarf að setja í myndavél."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert