Tónlist brátt ókeypis á netinu á ný

Tónlist verður brátt fáanleg án endurgjalds á netinu en notendur …
Tónlist verður brátt fáanleg án endurgjalds á netinu en notendur þurfa að gangast undir ýmsar kvaðir. Reuters

Ef allt fer sem horfir verður bráðlega aftur hægt að sækja tónlist á netið án þess að greiða fyrir eins og á velmektardögum Napsters og annarra fyrirtækja, sem gerðu netverjum kleift að skiptast á hljóðskrám. Nokkrar netveitur eru að gera samninga við útgefendur tónlistar um slíka dreifingu og verður starfsemin fjármögnuð með auglýsingum.

Að sögn danska netfréttavefjarins comon.dk mun fyrirtækið SpiralFrog væntanlega verða fyrst til að bjóða þessa þjónustu nú í janúar. Netverjar þurfa raunar að sæta tilteknum takmörkunum, t.d. að opna auglýsingaglugga. Þá verður tónlistinni aðeins dreift á Windos Media sniði og ekki verður hægt að benna lögin á geisladisk.

Þá verða notendur að fara inn á síðuna að minnsta kosti einu sinni í mánuði, ella verða lögin aftengd.

SpiralFrog hefur gert samning við Universal og á í samningnum við EMI, Warner Music og Sony BMG. Gert er ráð fyrir að fleiri fyrirtæki bjóði samskonar þjónustu áður en langt um líður.

Comon.dk

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert