Áfallastreita rannsökuð meðal fórnarlamba flóðbylgjunnar miklu

Taílenskir vísindamenn hyggjast nú rannsaka blóðsýni og erfðaefni 3.000 einstaklinga sem komust lífs af úr flóðbylgjunni miklu með það fyrir augum að reyna að svara því hvaða líkamlegu þættir hafa áhrif á streitu í kjölfar mikilla áfalla (PTSD) en engar viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvers vegna einstaklingar bregðast við áföllum með jafn mismunandi hætti og raun ber vitni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Verayuth Praphanphoj, sem er í forsvari fyrir vísindamennina segir flóðbylgjuna veita einstakt tækifæri til rannsókna á þessu sviði þar sem erfitt sé undir eðlilegum kringumstæðum að finna þetta stóran hóp fólks sem hafi orðið fyrir samsvarandi áfalli.

Helmingur þeirra sem þátt taka í rannsókninni hafa sýnt einkenni mikillar streitu í kjölfar flóðbylgjunnar en hinn helmingurinn ekki og standa vonir til þess að niðurstöður hennar geti nýst við meðhöndlun þeirra sem sýna mikil streitueinkenni í kjölfar áfalla og við þróun lyfja sem eiga aða auðvelda fólki að komastút úr slíku streituástandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka