Morgungremja hefur slæm áhrif á starfsárangur

Það borgar sig að fara réttu megin fram úr rúminu
Það borgar sig að fara réttu megin fram úr rúminu mbl.is/Brynjar Gauti

Það að fara öfugu megin fram úr rúminu getur haft áhrif fram eftir degi og hefur áhrif á árangur fólks í vinnu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við Wharton háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þá getur góð morgunstund aftur á móti haft góð áhrif á frammistöðu fólks í vinnu.

Nancy Rothbard, prófessor við háskólann, segir það mikilvægustu niðurstöðu rannsóknarinnar að það skap sem fylgi mönnum í vinnu á morgnanna hafi meiri áhrif en það sem gerist á sjálfum vinnustaðnum.

Rothbard segir þó að vinnuveitendur veiti þessu almennt ekki athygli en að mögulegt sé að ná fram betri árangri og framleiðni með því að hjálpa starfsmönnum sínum við að ná tökum á einkalífinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert