Tengsl fyllirís og þunglyndis meiri hjá konum en körlum

mbl.is

Tengslin á milli fyllirís og þunglyndis eru meiri hjá konum en körlum, að því er niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til. Hófdrykkja jók aftur á móti ekki hættuna á þunglyndi, hvorki hjá konum né körlum. Munurinn á kynjunum kom einungis fram hjá þeim einstaklingum sem þjást af sjúklegu þunglyndi.

Rannsóknin var gerð í Kanada og Bandaríkjunum, og þátttakendur voru 6.009 karlar og 8.054 konur. Greint er frá niðurstöðunum í vísindaritinu Alcoholism: Clinical and Experimental Research. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, segir frá þessu.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær, að meiri líkur væru á að konur sem fóru á fyllirí - neyttu mikils magns áfengis á skömmum tíma - væru haldnar sjúklegu þunglyndi, heldur en karlar sem fóru á fyllirí.

Höfundar rannsóknarinnar telja að orsakir þessara auknu tengsla kunni að vera þau, að konur séu líklegri en karlar til að reyna að nota áfengi til að losna við þunglyndi. Það sé líklegra en að ítrekuð fyllirí geri konur þunglyndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka