Þjóðhagslega hagkvæmt að leggja nýjan sæstreng samkvæmt nýrri skýrslu

Farice-1 ljósleiðarastrengur var tekinn í notkun í janúar 2004.
Farice-1 ljósleiðarastrengur var tekinn í notkun í janúar 2004.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Megin niðurstaða skýrsluhöfunda er að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að ráðist verði í lagningu nýs sæstrengs fyrr en síðar og að hagkvæmara væri fyrir Íslendinga að standa nú þegar að uppbyggingu á nýjum streng, frekar en fresta lagningu hans.

Skýrslan var unnin í desember sl. af ParX Viðskiptaráðgjöf IBM. Skýrsluhöfundum var falið að leggja mat á þjóðhagsleg áhrif þess að rof verði á fjarskiptasamböndum Íslands við umheiminn og hagkvæmni tímasetningar lagningar nýs strengs, FARICE-2. Í dag tengjast fjarskipti Íslands við umheiminn tveimur sæstrengjum, CANTAT-3 og FARICE-1. CANTAT-3 er byggður upp á gamalli tækni og er dýr í rekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert