Norðmenn duglegastir í heiminum við að senda SMS

mbl.is

Norðmenn eru dug­leg­ast­ir allra þjóða í heim­in­um við að senda SMS, en út­lit er fyr­ir að á síðasta ári hafi þeir sent alls rúm­lega 4,5 millj­arða slíkra skila­boða, sem jafn­gild­ir því að hver og einn Norðmaður hafi sent þúsund boð á ár­inu, eða um þrjú á dag.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur Af­ten­posten.

Á hverj­um degi eru send á bil­inu 7-8 millj­ón­ir skila­boða um farsíma­kerfi Telen­or, að því er for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Per Aril Mel­ing, grein­ir frá. Helsti keppi­naut­ur Telen­or, NetCom, hef­ur enn ekki safnað öll­um töl­um um þetta sam­an, en staðfest­ir þó að viðskipta­vin­ir sín­ir hafi að meðaltali sent rúm­lega hundrað SMS hver á mánuði.

Farsím­skeyta­send­ing­ar eru vin­sæl­ar á Norður­lönd­um, en Sví­ar eru ekki eins dug­leg­ir og Norðmenn, og sendi hver Svíi ekki nema um þrjá­tíu á mánuði á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka