Bill Gates fagnar „stafræna áratugnum“

Bill Gates, stjórnarformaður Mircosoft, á tæknisýningunni í Las Vegas.
Bill Gates, stjórnarformaður Mircosoft, á tæknisýningunni í Las Vegas. AP

Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, hefur greint frá því hvernig hann sjái hina samtengdu framtíð fyrir sér. Á tæknisýningu í Las Vegas sagði Gates m.a.: „Stafræni áratugurinn er hafinn.“

Gates lét þessi orð falla á stærstu tæknisýningu í heimi, Consumer Electronics Show. Hann sagði við sýningargesti að mikilvægasti þáttur nýrrar tækni væru svokallaðar „tengdar upplifanir“.

„Ungt fólk ver meiri tíma fyrir framan Windows tölvuna sína heldur en að horfa á sjónvarp,“ sagði hann.

Fram kemur á fréttavef BBC að í ræðu Gates hafi fátt verið um eiginlegar tilkynningar, en hann greindi þó frá því hvernig nýjasta stýrikerfi Mircosoft, Windows Vista, gæti orðið tækið sem myndi ná að tengja fólk saman.

„Fólk vill geta gert hluti með efnið sitt í gegnum ólík kerfi,“ sagði hann.

Hann sagði að vélbúnaðurinn og efnið væri þegar til staðar en „lykilatriðið sem vantar eru tengingarnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert