Icelandair útnefnt til vefverðlauna

Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu Technology For Marketing (TFM) verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins (Best Website Design of the Year), en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London 6. febrúar. Icelandair er eina íslenska fyrirtækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna, en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London í tengslum við Technology for Marketing sýninguna sem fram fer í Olympia í London. TFM er stærsta og virtasta sýningin í Bretlandi á sviði markaðs-, sölu- og auglýsingatækni og hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði. TFM er jafnframt eina sýningin í Evrópu sem sérhæfir sig eingöngu á þessu sviði og mun hafa verið afar vel sótt af þeim sem stjórna markaðs og kynningarmálum.

Dómnefnd er skipuð aðilum úr viðskiptalífinu, sérfræðingum í markaðsmálum og frá háskólum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu útnefningu til verðlauna eru auk Icelandair: Big Brother Quiz, Britannia Building Society, Ford Retail, Hewlett Packard, Nike Run London, Nissan, Orange, Royal & SunAlliance, Tesco, The Times, The Tussauds Group, Vodafone, Bergens Tidende Newspaper og Yell.com en keppt er í 12 flokkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert