Stofnfrumur fengnar úr legvatni veita von um frekari rannsóknir

Rannsóknir sýna að hægt er að vinna stofnfrumur úr legvatni.
Rannsóknir sýna að hægt er að vinna stofnfrumur úr legvatni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Bandarískir vísindamenn hafa tilkynnt að þeir hafi uppgötvað nýja leið til að komast yfir stofnfrumur til rannsókna. Tekist hefur að einangra stofnfrumur sem finna má í legvatni og rækta þær síðan í rannsóknarstofu. Stuðningsmenn rannsóknanna segja að í framtíðinni verði hægt að lækna sjúkdóma á borð við sykursýki, Parkinson’s og Alzheimer’s með stofnfrumurannsóknum.

Á fréttavef BBC kemur fram að vísindamenn telji mögulegt að virkja þann hæfileika sem stofnfrumur hafa til að vaxa og þróast í mismunandi tegundir vefja til að lækna margskonar sjúkdóma.

Það er mikill áhugi fyrir ræktun stofnfruma sem ekki fást við fóstureyðingu og eru vísindamenn við Newcastle University að rannsaka leiðir til að nýta stofnfrumur sem finna má í naflastreng fóstra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert