Ný rannsókn bendir til þess að fólk taki betri ákvarðanir þegar það treystir innsæi sínu í stað þess að hugsa vel og lengi um hluti. Í rannsókn sem University Collage í London (UCL) gerði kom fram að skyndiákvarðanir í undirmeðvitundinni geta reynst betri við ákveðnar aðstæður heldur en að beita rökhugsun.
Þátttakendur í rannsókninni voru beðnir um að leysa verkefni í tölvu og þeim gekk betur þegar þeir fengu skemmri tíma til ákvarðanatöku.
Sálfræðirannsóknin hefur nú verið birt í tímaritinu Current Biology.
Í rannsókninni voru 10 sjálfboðaliðar látnir horfa á tölvuskjá þar sem sjá mátti 650 tákn sem öll voru eins. Þeirra á meðal var þó eitt sem snúið hafði verið á hvolf.
Sjálfboðaliðarnir voru í framhaldinu beðnir um að ákveða hvoru megin á skjánum mætti sjá táknið sem snúið hafði verið á haus
Sjálfboðaliðarnir fengu aðeins að líta á skjáinn í um brot úr sekúndu og í 95% tilfella höfuð þeir rétt fyrir sér.
En þegar þeir fengu að skoða skjáinn vel í rúma sekúndu, þá höfðu sjálfboðaliðarnir aðeins rétt fyrir sér í 70% tilvika.
„Þú hefðir búist við því að fólk taki nákvæmari ákvarðanir þegar það fær tíma til þess að skoða málið almennilega,“ segir Dr Zhaoping, hjá sálfræðideild UCL.
Rannsakendurnir segja að í prófinu væru meiri líkur á því að fólk kæmist að réttri niðurstöðu vegna ákvarðana sem byggja á innsæi. Ástæðan sé sú að undirmeðvitund heilans beri kennsl á táknið sem snúi á hvolf sem ólíkt frummyndinni. Hinsvegar gæti meðvitund heilans litið á táknin tvö sem þau sömu, nema hvað afstöðu þeirra varðar.
„Meðvitundin eða efri virkni heilans, þegar hún er virk, stöðvar upphaflegar ákvarðanir okkar sem við tökum í undirmeðvitundinni - jafnvel þó hún sé rétt - við verðum við annaðhvort grunlaus eða treystum ekki innsæi okkar, sem verður okkur í óhag,“ segir Zhaoping.
„Með því að treysta á innbyggð og ósjálfráð undirmeðvitundarferli okkar þegar kemur að ákveðnum verkefnum getur það í reynd reynst mun árangursríkara heldur en að nota efri virkni vitsmuna okkar.“