Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni

Vonast er til að fartölvan muni efla menntun í þróunarlöndum
Vonast er til að fartölvan muni efla menntun í þróunarlöndum

Sam­tök­in OLPC, (One Laptop Per Child), sem hafa hannað ódýra en sterk­byggða far­tölvu sem ætl­un­in er að gefa börn­um í þró­un­ar­lönd­um, íhuga nú að selja tölvurn­ar á al­menn­um markaði á næsta ári, einn hæng­ur er þó á, kaup­end­ur verða að fjár­festa í tveim­ur tölv­um til að fá eina í hend­urn­ar.

Ætl­un­in er að al­menn­ir neyt­end­ur geti þannig gert góðverk með því að kaupa tvær far­tölv­ur, en önn­ur tölv­an verður þá send barni sem á henni þarf að halda.

Tölvurn­ar verða notaðar til náms og er ætl­ast til að náms­efni á ra­f­rænu sniði verði sett inn á vél­arn­ar þar sem ekki er fjár­magn til bóka­kaupa. Tölvurn­ar þola hnjask og raka en eru mjög ódýr­ar, tak­markið er að hver tölva muni aðeins kosta 100 Banda­ríkja­dali, eða rúm­ar sjö þúsund krón­ur, enn sem komið er kosta vél­arn­ar þó um 150 dali. Fyrstu lönd­in sem fjár­fest hafa í tölv­unni eru Bras­il­ía, Arg­entína, Úrúg­væ, Níg­er­ía, Líb­ýa, Pak­ist­an og Taí­land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert