Bretar drekka meira vín

Vín á frekar upp á pallborðið hjá Bretum en áður
Vín á frekar upp á pallborðið hjá Bretum en áður Reuters

Allt stefn­ir í að Bret­ar verði þeir sem mestu fé eyða í vín allra Evr­ópu­búa. Þótt Bret­ar drekki minna létt­vín en Frakk­ar, Þjóðverj­ar og Ítal­ir þá munu þeir, ef fram fer sem horf­ir, eyða um fimm millj­örðum punda eða sem svar­ar 700 millj­örðum ís­lenskra króna í létt­víns­kaup árið 2010.

Þótt létt­víns­drykkja hafi stór­auk­ist í Bretlandi und­an­far­in ár þá er nokkuð í að þeir taki fram úr lönd­um þar sem eldri hefð er fyr­ir víndrykkju. Megin­á­stæðan mun vera sú að vín er mun dýr­ara í Bretlandi en í flest­um öðrum ESB-lönd­um, en Bret­ar greiða að meðaltali rúm þrjú pund fyr­ir hverja flösku, eða um 420 krón­ur.

Það er einkum svo­kallað rósa­vín sem orðið hef­ur vin­sælla, en það þykir ein­falt og auðvelt til drykkj­ar, þótt vín­sér­fræðing­ar séu ekki all­ir jafn hrifn­ir af því. Vin­sæld­ir víns­ins eru þó á kostnað bjórs­ins, þjóðardrykks Breta, en sala á hon­um hef­ur minnkað hægt og bít­andi und­an­far­in ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert