Mörgæs hefur nýtt líf eftir hrakningar

Mörgæsin Munroe hefur hafið nýtt líf í dýragarðinum í Sidney í Ástralíu eftir að hún kom í land aðframkomin, eftir að hafa hrakist um 2.000 kílómetra leið frá sínum náttúrulegu heimkynnum við suðurhluta Nýja Sjálands. Munroe hefur braggast vel í dýragarðinum, étur vel og er hændur að starfsmönnum garðsins, einkum er þó vonast til að hann vingist við kvenkyns mörgæsir af sömu tegund sem búa í garðinum þar sem Munroe er af afar sjaldgæfri mörgæsategund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert