Ný tegund útvarpsdagskrárgerðar

Útvarpsstöðin spilar tónlist af handahófi.
Útvarpsstöðin spilar tónlist af handahófi. mbl.is/Jack FM

Ný tegund útvarpsstöðva hefur rutt sér til rúms í Kanada og Bandaríkjunum, þar eru lögin eru valin af handahófi af tölvu og nánast engir plötusnúðar vinna við þessar nýju stöðvar. Lagalistinn einskorðast ekki við eina tónlistartegund og því geta hlustendur átt von á nánast hverju sem er.

Frægasta útvarpsstöðin af þessari gerð er Jack FM og hefur unnið sér það til frægðar að borgarstjóri New York, Michael Bloomberg var svo reiður er uppáhalds útvarpsstöðin hans var lögð niður og Jack FM kom í staðinn að hann blótaði sór þess dýran eið að hlusta aldrei á nýju stöðina sem hann lýsti sem útvarpsútgáfuna af járnbrautaslysi.

Fréttavefur BBC skýrði frá því að þessi gerð útvarpsstöðva sem líkt hefur verið við iPod Shuffle sé einnig að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Hið mælta mál gerir þó vart við sig í lesnum og leiknum auglýsingum á milli laga. Einnig er hægt að hlusta á Jack Fm á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert