RHnet semur við Vodafone um fjarskiptasamband við útlönd

Farice-1 ljósleiðarastrengur var tekinn í notkun í janúar 2004.
Farice-1 ljósleiðarastrengur var tekinn í notkun í janúar 2004.

Rannsókna- og háskólanet Íslands hf. (RHnet) hefur gert samning við Vodafone sem tryggir háskólum, rannsóknastofnunum og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi fjarskiptasamband um útland á meðan viðgerð stendur yfir á Cantat-3 sæstrengnum.

Fjarskiptanet RHnets við erlend rannsókna- og háskólanet er eingöngu í gegnum Cantat-3 . Stöðva þarf alla umferð um Cantat-3 sæstrenginn vegna viðgerða í kringum miðnætti í kvöld, 12. janúar. Áætlað rof eru 2 til 10 dagar. Af þeim sökum benti allt til þess að samband háskóla, Landspítala og rannsóknastofnana við útlönd yrði rofið. Samningurinn við Vodafone tryggir hins vegar RHneti samband um Farice, að því er segir í tilkynningu.

Fyrirhuguð viðgerð á Cantat-3 sæstrengnum mun ekki heldur hafa nein áhrif á net- eða símaþjónustu viðskiptavina Vodafone

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert