Ungar konur í Noregi kjósa fóstureyðingu

Rúmlega helmingur norskra kvenna yngri en 25 ára, sem eru af norskum uppruna, kýst að gangast undir fóstureyðingu verði þær barnshafandi, samkvæmt nýrri rannsókn.

Höfundur rannsóknarinnar segir þetta koma á óvart og vera áhyggjuefni.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

Þetta er í fyrsta sinn sem tíðni fóstureyðinga og fæðinga meðal norskra kvenna af norskum uppruna er rannsökuð. Það var Anne Eskild, prófessor við Akershus-háskólasjúkrahúsið, sem stjórnaði rannsókninni.

Niðurstöðurnar sýna mikinn mun á milli kvennanna í hópnum sem kýs fóstureyðingar og hópnum sem kýs að ganga með barnið. Rúmlega helmingur barnshafandi kvenna undir 25 ára kýs fóstureyðingu, eða rúmlega tvöfalt fleiri en tíðnin er meðal barnshafandi kvenna yfir fertugu.

Tíðni fóstureyðinga meðal barnshafandi kvenna undir tvítugu var nífalt meiri en meðal barnshafandi kvenna yfir fertugu.

Einungis 2,9% kvenna með háskólamenntun valdi fóstureyðingu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Niðurstöðurnar eru birtar í læknaritinu Acta Obsteticia et Gyneologica Scandinavica.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert