Segja að stöðva megi útbreiðslu blöðruhálskrabba með lyfi

Mús á tilraunastofu.
Mús á tilraunastofu. Reuters

Útbreiðslu blöðruhálskrabba má stöðva með lyfi sem "kyrkir" krabbameinsfrumurnar með því að stöðva blóðstreymi til þeirra, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á músum. Sérfræðingar í blöðruhálskrabba segja rannsóknina lofa góðu, en frekari athugana sé þörf áður en ljóst verði hvort niðurstöðurnar eigi við um fólk.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Rannsóknin sem gerð var á músunum leiddi í ljós að hvítblæðilyfið Glivec dró úr líkum á að blöðruhálskrabbinn bærist í bein. Æxli mynduðust í beinum fjögurra af 18 músum sem fengu lyfið, en öllum 19 sem ekki fengu lyfið. Allar mýsnar höfðu áður verið sprautaðar með blöðruhálskrabbameinsfrumum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka