Stofnendur Skype ýta úr vör ókeypis netsjónvarpi

Tölvunotendur eiga að geta sótt Joost á ókeypis á netinu …
Tölvunotendur eiga að geta sótt Joost á ókeypis á netinu og horft á sjónvarpsþætti og kvikmyndir í bestu mögulegu myndgæðum í tölvunum sínum. AP

Millj­arðamær­ing­arn­ir Jan­us Fri­is og Niklas Zennström, stofn­end­ur Skype-nettalsíma­búnaðar­ins, hafa sett allt á fullt hvað varðar nýj­asta verk­efnið sitt, sem er ókeyp­is sjón­varp á net­inu.

Sýn þeirra er sú að búa til sjón­varp­s­kerfi þar sem not­end­ur hvaðanæva um heim­inn geta leitað eft­ir og horft á sjón­varpsþætti, kvik­mynd­ir, tón­list­ar­mynd­bönd frá fram­leiðend­um sjón­varps­efn­is og annarra sem eiga rétt­inn á slíku efni. Tölvu­not­end­ur myndu síðan geta horft á efnið í bestu mögu­legu mynd­gæðum.

Verk­efnið, sem hingað til hef­ur gengið und­ir nafn­inu „Fen­eyj­ar­verk­efnið“, er í dag orðið op­in­bert um all­an heim und­ir nafn­inu „Joost“.

Í viðtali við danska viðskipta­blaðið Bør­sen seg­ir Fri­is að for­ritið lík­ist vef­póstþjón­ustu Google (gmail) að því leyti að hægt verði að sækja for­ritið ókeyp­is. Þannig fái fólk aðgang að því að horfa á sjón­varp á net­inu.

15.000 manns vítt og breitt um heim­inn hafa nú fengið tæki­færi til þess prófa þjón­ust­una og geta þeir nú boðið út­völd­um vin­um sín­um og kunn­ingj­um til þess að gera slíkt hið sama.

Ýmsar próf­an­ir hafa nú verið gerðar á for­rit­inu og er næsta skref að koma Joost á al­menn­an markað um all­an heim. Hvenær það verður ligg­ur hins­veg­ar ekki ná­kvæm­lega fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert