Vilja koma í veg fyrir sölu á ofbeldisfullum tölvuleikjum til barna

mbl.is/Kristinn

Dómsmála- og innanríkisráðherrar aðildarlanda Evrópusambandsins hafa samþykkt að leita leiða til þess að koma í veg fyrir sölu á ofbeldisfullum tölvuleikjum til barna. Telur Evrópusambandið að einstök ríki gæti ekki nægjanlega að í þessum málum.

Yfirmaður dóms- og innanríkismála hjá Evrópusambandinu, Franco Frattini, sagði á blaðamannafundi í dag að ákveðið hafi verið að hvetja einstök aðildarríki til að endurskoða og herða reglur sem gilda um sölu á ofbeldisfullum tölvuleikjum. Að sögn Frattini er verndun barna hafin yfir landamæri.

Flest ef ekki öll aðildarríki Evrópusambandsins eru með leiðbeinandi tilmæli til foreldra og forráðamanna hvað varðar aðgang barna að ofbeldi í gegnum tölvuleiki. Jafnframt hafa þau gert samkomulag við söluaðila tölvuleikja um að selja ekki börnum yngri en 16 ára tölvuleiki sem innhalda ofbeldi eða annað sem einungis er ætlað fullorðnum. Segir Frattini að það dugi ekki til og því þurfi að auka árvekni fólks í þessum málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert