Óvenju margar tölvuveirur á kreiki

Óvenju margar tölvuveirur eru á kreiki um þessar mundir. Fyrirtækið Comendo, sem sér m.a. um að sía tölvupóst, segir að sérstaklega hafi verið mikið um slíkt í nótt og kemur fram á fréttavef danska blaðsins Jyllands-Posten að fyrirtækið hafi þá stöðvað mörg hundruð þúsund sýkta tölvupósta.

Aallega er um að ræða svonefnda trójuhesta, sem gerir tölvuþrjótum kleift að ná valdi á sýktum tölvum. Veirurnar eru sendar sem viðhengi undir mismunandi fyrirsögnum, svo sem:

Naked teens attack home director
British Muslims Genocide
U.S. Secretary of State Condoleezza Rice has kicked German Chancellor Angel
A killer at 11, he's free at 21 and kill again!
failure notice
230 dead as storm batters Europe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert