Nýtt lyf sem bjargar sjón ekki leyft hér

Augnbotnar
Augnbotnar

Lyf sem hægt er að sprauta inn í glerhlaup augans til þess að stemma stigu við blindu vegna hrörnunar í augnbotnum, kom á markað í Bandaríkjunum á liðnu ári. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á augndeild Landspítalans, segir að ekki hafi fengist markaðsleyfi hér á landi fyrir lyfinu, Lucentis, sem virðist öflugast í þessum tilgangi enn sem komið er.

„Árangri meðferðar með lyfinu sem um ræðir hefur verið líkt við byltingu en hátt í þúsund manns eru verulega sjónskertir út af þessum eina augnsjúkdómi og mörg þúsund Íslendingar eru með hann á mismunandi stigum,“ segir hann, í samtali við Helgu Kristínu Einarsdóttur í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Hrörnun í augnbotnum er algengasta orsök blindu á Íslandi og nágrannalöndunum, segir Einar ennfremur. Hann segir tæpast leika vafa á því að meðferð með hinu nýja lyfi „geri gríðarlegt gagn“ og eigi eftir að „bjarga tugum ef ekki hundruðum Íslendinga á hverju ári frá því að tapa sjón. Lyfið er hins vegar mjög dýrt“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Guðmundur D. Haraldsson: Ha?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert