Ný rannsókn á ævilengd þeirra 534 sem tilnefndir voru til Nóbelsverðlauna í eðlis- og efnafræði frá 1901-1950 hefur leitt í ljós að sigurvegararnir í hópnum - þeir 135 sem fengu verðlaunin - lifðu að meðaltali um tveim árum lengur en aðrir sem tilnefningar hlutu.
Frá þessu greinir LiveScience.com.
Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um heilsufarslegt mikilvægi félagslegrar viðurkenningar, og benda til að hún sé einnig heilsubætandi fyrir þá sem hafa „venjulega vitsmuni“.
Vísindamenn hafa ekki verið vissir um hvort beinlínis væru orsakatengsl á milli félagslegrar viðurkenningar og langlífis, en höfundar rannsóknarinnar sem unnin var við Háskólann í Warwick á Englandi segja engan vafa leika á því lengur, að minnsta kosti ekki þar sem Nóbelsverðlaunahafar eigi í hlut.