Nóbelsverðlaunahafar langlífari

Ný rann­sókn á ævi­lengd þeirra 534 sem til­nefnd­ir voru til Nó­bels­verðlauna í eðlis- og efna­fræði frá 1901-1950 hef­ur leitt í ljós að sig­ur­veg­ar­arn­ir í hópn­um - þeir 135 sem fengu verðlaun­in - lifðu að meðaltali um tveim árum leng­ur en aðrir sem til­nefn­ing­ar hlutu.

Frá þessu grein­ir Li­veScience.com.

Niður­stöðurn­ar gefa vís­bend­ingu um heilsu­fars­legt mik­il­vægi fé­lags­legr­ar viður­kenn­ing­ar, og benda til að hún sé einnig heilsu­bæt­andi fyr­ir þá sem hafa „venju­lega vits­muni“.

Vís­inda­menn hafa ekki verið viss­ir um hvort bein­lín­is væru or­saka­tengsl á milli fé­lags­legr­ar viður­kenn­ing­ar og lang­líf­is, en höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar sem unn­in var við Há­skól­ann í Warwick á Englandi segja eng­an vafa leika á því leng­ur, að minnsta kosti ekki þar sem Nó­bels­verðlauna­haf­ar eigi í hlut.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert