„Umhyggjustöðin“ í heilanum fundin

Reuters

Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið staðinn í mannsheilanum sem ræður því hvort viðkomandi einstaklingur lætur sér annt um aðra eða er sjálfselskur.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en rannsóknin er birt í Nature Neuroscience.

Umhyggja fyrir öðrum virðist tengjast svæði í heilanum sem kallast Aftari gagnaugaskor. Fundu vísindamennirnir svæðið með því að taka heilasneiðmyndir af 45 sjálfboðaliðum sem tóku þátt í rannsókninni.

Umhyggjusemi þátttakendanna var mæld með því að spyrja þá hversu oft þeir tækju þátt í ýmsum umönnunarstörfum og einnig léku þeir tölvuleik sem var hannaður til að mæla umhyggjusemi.

Höfundar rannsóknarinnar segja að draga megi mikilvægar ályktanir af niðurstöðunum. Þeir eru nú að kanna leiðir til að rannsaka þroska þessa heilasvæðis á fyrstu æviárunum og telja að upplýsingar um hann geti útskýrt hvernig umhyggjusemi verður til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka