Yfirréttur á Ítalíu: Ekki glæpur að hala niður tölvuskrám sé það ekki gert í hagnaðarskyni

Ítalski dómstóllinn segir að það sé löglegt að hala niður …
Ítalski dómstóllinn segir að það sé löglegt að hala niður tölvuskrám með tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði svo lengi sem það sé ekki gert í hagnaðarskyni. Reuters

Æðsti glæpadómstóll Ítalíu hefur úrskurðað að það sé ekki glæpur að hala niður tölvuskrám sem innihalda tónlist, kvikmyndir eða hugbúnað svo lengi sem það er ekki gert í hagnaðarskyni. Sérfræðingar um málið sögðust hinsvegar búast við því að áhrif úrskurðarins verði minniháttar.

Niðurstaða dómstólsins, sem var kveðinn upp fyrr í þessum mánuði en var fyrst greint frá um helgina í ítölskum fjölmiðlum, snýr við úrskurði sem var kveðinn upp gagnvart tveimur námsmönnum í tækniháskólanum í Tórínó. Þeir settu upp skrárskiptakerfi (e. peer-to-peer) árið 1994 en því var lokað nokkrum mánuðum síðar. Þeir voru fundnir sekir um að hafa afritað gögn með ólögmætum hætti og voru hlutu eins árs fangelsisdóm, en hann var styttur í þrjá mánuði eftir að þeir höfðu áfrýjað málinu.

Æðsti glæpadómstóllinn í Róm sneri dómnum við og úrskurðaði að það væri ekki glæpur að hala niður tölvuskrám úr skráaskiptiforritum, sem fólk notar til þess að deila með sér stafrænum skrám í gegnum háhraðatengingar, ef fjárhagslegur hagnaður sé enginn.

Sérfræðingar hafa þó bent á að það sé enn ólöglegt að brjóta höfundarréttarlög jafnvel þótt það væri ekki lengur glæpur að hala efninu niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert