Hætta steðjar að vaðfuglum

Eyðilegg­ing nátt­úru­legra heim­kynna og hækk­andi hita­stig eru far­in að hafa al­var­leg áhrif á lífs­skil­yrði vaðfugla víða um heim.

Kem­ur þetta fram í nýrri skýrslu frá um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um, sem einkum fjalla um vaðfugla og þann gróður- og dýra­líf, sem þrífst í vot­lendi.

Þar seg­ir að stofn­ar vaðfugla hafi minnkað um 44% aðeins á síðustu fimm árum og raun­ar um allt að tvo þriðju í Asíu. Ástæðan er meng­un, hækk­andi hita­stig, uppþurrk­un mýra og eyðilegg­ing á því vist­kerfi sem vaðfugl­um er nauðsyn­legt.

Tekið er fram að þótt erfitt sé að slá ein­hverju föstu um lofts­lags­breyt­ing­ar fari ekki á milli mála að óvenju­lega langvar­andi þurrk­ar, t.d. sums staðar í Afr­íku, í Asíu og Ástr­al­íu, ásamt hækk­andi sjáv­ar­borði séu orðin veru­leg ógn við sum­ar teg­und­ir vaðfugla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert