Segir Apple hafa stolið „klikkinu" í iPod

iPod frá Apple.
iPod frá Apple. AP

Tæknifyrirtækið Quantum Research Group hefur höfðað mál gegn bandaríska tæknifyrirtækinu Apple Corp. og heldur því fram, að Apple hafi stolið klikk-hljóðinu, sem heyrist þegar ýtt er á stýrihnappinn á iPod tónlistarspilaranum.

Að sögn norska viðskiptavefjarins e24.no hafa Hal Phillips, forstjóri Quantums og Steve Jobs, forstjóri Apple, átt fundi um málið allt frá árinu 2005. Þeir hafa hins vegar ekki komist að niðurstöðu og því er málið komið fyrir dómstóla. Hefur Phillips stefnt Jobs fyrir hugverkaþjófnað en Jobs hefur gagnstefnt Phillips fyrir rangar sakargiftir.

Apple hefur oft þurft að mæta í réttasali vegna höfundarréttarmála. Þannig stefndi fyrirtækið Creative Jobs fyrir að stela notendaviðmótinu í iPod og Apple ákvað að greiða Creative bætur sem námu nokkrum milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið Cisco stefnt Apple fyrir að stela nafninu iPhone, sem Cisco segist hafa einkarétt á.

Í síðustu viku var Jobs yfirheyrður af bandarískum saksóknurum vegna þess að grunur leikur á að kaupréttarsamningar, sem Apple gerði við hann, hafi ekki uppfyllt allar lagakröfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert