Boeing hættir við þráðlaust kerfi í 787

Boeing 787 Dreamliner
Boeing 787 Dreamliner Boeing

Boeing-smiðjurnar hafa hætt við að hafa þráðlausa afþreyingarmiðla í nýju 787 „Dreamliner“ þotunni, en hún á að fara í jómfrúrferð sína eftir rúmlega hálft ár. Þessi breyting á ekki að valda seinkunn á smíði vélarinnar.

Talsmenn Boeing sögðu í gær að með því að nota víra í staðinn fyrir þráðlaust kerfi sé hægt að létta vélina umtalsvert, og það er eitt meginmarkmiðið við alla hönnun hennar til að gera hana sem sparneytnasta.

„Við setjum í hana um 25 kíló af vírum en losnum í staðinn við 90 kíló af öðrum útbúnaði,“ sagði Mike Sinnett, talsmaður Boeing.

Gert hafði verið ráð fyrir að vírar yrðu þyngri en þráðlaust kerfi, en verkfræðingar Boeing komust að því að þeir gátu þvert á móti létt vélina með því að losna við loftnet, aðgangsstaði og þykkari loftplötur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert