Boeing hættir við þráðlaust kerfi í 787

Boeing 787 Dreamliner
Boeing 787 Dreamliner Boeing

Boeing-smiðjurn­ar hafa hætt við að hafa þráðlausa afþrey­ing­armiðla í nýju 787 „Dreaml­iner“ þot­unni, en hún á að fara í jóm­frúr­ferð sína eft­ir rúm­lega hálft ár. Þessi breyt­ing á ekki að valda sein­kunn á smíði vél­ar­inn­ar.

Tals­menn Boeing sögðu í gær að með því að nota víra í staðinn fyr­ir þráðlaust kerfi sé hægt að létta vél­ina um­tals­vert, og það er eitt meg­in­mark­miðið við alla hönn­un henn­ar til að gera hana sem spar­neytn­asta.

„Við setj­um í hana um 25 kíló af vír­um en losn­um í staðinn við 90 kíló af öðrum út­búnaði,“ sagði Mike Sinn­ett, talsmaður Boeing.

Gert hafði verið ráð fyr­ir að vír­ar yrðu þyngri en þráðlaust kerfi, en verk­fræðing­ar Boeing komust að því að þeir gátu þvert á móti létt vél­ina með því að losna við loft­net, aðgangs­staði og þykk­ari loft­plöt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert