Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir

Pentium örgjörvi sem brátt mun heyra sögunni til er nýi …
Pentium örgjörvi sem brátt mun heyra sögunni til er nýi Penryn örgjafinn tekur við. Reuters

Tölvu­ör­gjörvafram­leiðand­inn In­tel hef­ur til­kynnt að hann muni hefja fram­leiðslu á nýj­um ör­gjörv­um sem not­ast við smára eða trans­istora sem eru ein­ung­is 45 nanó­metr­ar að breidd eða 0,000 045 milli­metr­ar.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC munu ör­gjörv­ar verða hraðvirk­ari og skil­virk­ari eft­ir því sem grunn­ein­ing­ar þeirra, smár­arn­ir, minnka. IBM hef­ur einnig til­kynnt að á þeim bæ munu menn hefja fram­leiðslu á ör­flög­um sem sam­sett­ar verða úr ör­smá­um ein­ing­um.

IBM hannaði tækn­ina sem stuðst er við við fram­leiðslu smár­anna gerði það í sam­starfi við Tos­hiba, Sony og AMD og hyggj­ast þessi fyr­ir­tæki nota þá í ör­flög­ur sín­ar frá og með næsta ári.

In­tel hef­ur til­kynnt að það muni hefja fram­leiðslu á nýju ör­gjörvun­um í þrem­ur verk­smiðjum síðar á þessu ári.

Í nýja ör­gjörv­an­um sem nefnd­ur hef­ur verið Pen­ryn mun verða hægt að koma fyr­ir ríf­lega fjög­ur hundruð millj­ón smár­um (e. trans­istors) á ör­flögu sem er á stærð við frí­merki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert