Hraðvirkari tölvuörgjörvar væntanlegir

Pentium örgjörvi sem brátt mun heyra sögunni til er nýi …
Pentium örgjörvi sem brátt mun heyra sögunni til er nýi Penryn örgjafinn tekur við. Reuters

Tölvuörgjörvaframleiðandinn Intel hefur tilkynnt að hann muni hefja framleiðslu á nýjum örgjörvum sem notast við smára eða transistora sem eru einungis 45 nanómetrar að breidd eða 0,000 045 millimetrar.

Samkvæmt fréttavef BBC munu örgjörvar verða hraðvirkari og skilvirkari eftir því sem grunneiningar þeirra, smárarnir, minnka. IBM hefur einnig tilkynnt að á þeim bæ munu menn hefja framleiðslu á örflögum sem samsettar verða úr örsmáum einingum.

IBM hannaði tæknina sem stuðst er við við framleiðslu smáranna gerði það í samstarfi við Toshiba, Sony og AMD og hyggjast þessi fyrirtæki nota þá í örflögur sínar frá og með næsta ári.

Intel hefur tilkynnt að það muni hefja framleiðslu á nýju örgjörvunum í þremur verksmiðjum síðar á þessu ári.

Í nýja örgjörvanum sem nefndur hefur verið Penryn mun verða hægt að koma fyrir ríflega fjögur hundruð milljón smárum (e. transistors) á örflögu sem er á stærð við frímerki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka