Danskar konur sem eignast börn meðan á námi stendur fá frekar vinnu en þær sem ekki hafa eignast börn þegar námi lýkur. Þetta hefur fréttavefur Berlinske Tidende eftir blaðinu 24Timer í dag. Þá segir Aase Hoeck, talsmaður atvinnumiðlunarinnar KarriereKvinder.dk að sum fyrirtæki sniðgangi einfaldlega ungar ný-menntaðar konur sem ekki hafa eignast börn.
Hvetur Hoeck danskar konur til að eignast sín börn meðan þær eru í námi, og auka þannig atvinnumöguleikana.
Asger Aamund, sem er stjórnarformaður í dönskum stórfyrirtækjum, tekur undir þetta og segir að þegar ráðið sé í stöður þar sem náinna tengsla við markaði og viðskiptavina sé krafist, sé heldur litið til þeirra kvenna sem þegar hafa eignast börn.