Hætta að selja disklinga

PC World, stærsta tölvuverslanakeðjan í Bretlandi, mun hætta að selja disklinga þegar núverandi birgðir af þeim þrýtur. Ástæðuna segir keðjan að sé sú að það sé ekki nógu mikið geymslupláss á disklingunum og aðrar geymsluaðferðir séu fyrir hendi.

PC World á nú um tíu þúsund disklinga á lager. Keðjan á 155 verslanir í Bretlandi og hátt í 50 annarstaðar í Evrópu, og sagði talsmaður fyrirtækisins að þessar birgðir muni líklega klárast á „nokkrum vikum ef ekki dögum“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert