Andleg veikindi lögð að jöfnu við líkamleg

Líkur eru á að þeir sem eiga við alvarleg andleg veikindi að stríða geti fengið aðstoð frá læknum til að taka eigið líf í Sviss, samkvæmt nýrri niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi. Í Sviss er það ekki brot á lögum að læknar aðstoða þá sem glíma við alvarleg líkamleg veikindi að taka eigið líf.

Í Hæstarétti Sviss í gær féll dómur á þann veg að alvarleg andleg veikindi eru lögð að jöfnu við alvarleg líkamleg veikindi.

Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að um ólæknandi og viðvarandi alvarleg andleg veikindi verði að vera til þess að slíkt sé heimilað. Að veikindin séu á þann veg að þau geri líf sjúklingsins óbærileg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert