Myndir af „viðkvæmum stöðum“ á Indlandi gerðar óskýrar í Google Earth

Skjámynd Google Earth.
Skjámynd Google Earth.

Google hef­ur samþykkt að gera sum­ar gervi­hnatta­mynd­ir af Indlandi, sem hægt er að sjá í Google Earth-for­rit­inu, óskýr­ar. Rík­is­stjórn Ind­lands óskaði eft­ir því að Google myndi draga úr ná­kvæmni mynda af sum­um svæðum lands­ins í ör­ygg­is­skyni.

Rík­is­stjórn­in hef­ur gert lista yfir svæði sem hún tel­ur vera viðkvæm, en talið er að list­inn nái yfir her­stöðvar og op­in­ber­ar bygg­ing­ar.

Nú þegar er búið að gera marg­ar gervi­hnatta­mynd­ir af ýms­um svæðum í Google Earth óskýr­ar eða að þær hafa verið rit­skoðaðar að beiðni annarra rík­is­stjórna.

Sam­komu­lagið um að sum svæði verði rit­skoðuð í for­rit­inu var niðurstaða fund­ar sem Google átti með vís­inda- og tækni­ráðherr­um Ind­lands.

Í frétt ind­verska dag­blaðsins Times of India kem­ur fram að Ind­lands­stjórn hafi sagt að öfga­hóp­ar gætu nýtt sér ná­kvæma upp­drætti af bygg­ing­um og ná­kvæm kort. Stjórn­völd í Indlandi lýstu áhyggj­um sín­um fyrst árið 2005, skömmu eft­ir að Google hóf að bjóða upp á þessa þjón­ustu.

Aðrar rík­is­stjórn­ir hafa beðið Google um að fjar­lægja mynd­ir eða gera þær óskýr­ar. Þetta á við staði eins og kjarn­orku­ver, op­in­ber­ar bygg­ing­ar og leyniþjón­ustu­skrif­stof­ur.

Þetta hef­ur leitt til þess að marg­ir hafa farið að svip­ast eft­ir þess­um stöðum sem búið er að gera óskýra í Google Earth.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert